Velkomin á Menningarnótt

No front page content has been created yet.

Ertu með góða hugmynd fyrir Menningarnótt?

 

Menningarnótt verður haldin þann 22. ágúst nk. og fagnar  þá 20 ára afmæli sínu!

Við ætlum að halda upp á þessi merkilegu tímamót saman með borgarbúum og hvetjum þá til að setja sig í hátíðargírinn og senda okkur tillögur að sprúðlandi skemmtilegum og fantalega frumlegum viðburðum …..  og öllu þar á milli!

Viðburðir hátíðarinnar fara víðsvegar fram um borgina, m.a. í portum, görðum, galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum. Í ár verður Í ár verður kastljósinu beint að torgum borgarinnar nýjum og gömlum, stórum og litlum, fundnum og földum.

 

 

 

 

Umsóknarfrestur fyrir styrk úr Menningarnæturpottinum er t/m 2. júní.

Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í dagskrá er 31. júlí.

Umsóknarfrestur fyrir Vöfflukaffi er t/m 31. júlí.

 

Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu í síma 590-1500 og á menningarnott@reykjavik.is.